Fréttir
Þorvaldur heimsækir 6. bekk
Þorvaldur Friðriksson kom í heimsókn til 6. bekkjar í dag. Hann fræddi nemendur um keltneskar mannvistaleifar landnámsmanna við Nesstofu. Hann sagði enn fremur frá skrifum Plató um Atlantis og kenningar þess efnis að borgina sé mögulega að finna við Íslands.
Megin inntak erindisins var annars að það eru ótal hlutir sem við vitum ekki enn í heiminum og það er verkefni komandi kynslóða að uppgötva ný leyndamál með hjálp vísinda.