Skólinn
Fréttir

Góður árangur í stærðfræðikeppni grunnskóla í  MR

1.6.2017 Fréttir

Stærðfræðikeppnin var haldin þriðjudaginn 14. mars í þremur stigum, keppni fyrir 8. bekk, 9. bekk og 10. bekk og tóku 310 þátt í keppninni. Með þátttöku í stærðfræðikeppninni í ár var slegið met því aldrei áður hafa jafnmargir nemendur komið frá jafnmörgum skólum en þetta árið komu þeir frá 23 skólum.

Verðlaunaafhending fór fram á Hátíðasal Menntaskólans í Reykjavík sunnudaginn 2. apríl. Hún var afar vel sótt en um 140 gestir mættu. Kór Menntaskólans í Reykjavík sá um tónlistarflutning.

Keppendur frá Valhúsaskóla voru 52 talsins og stóðu þeir sig allir mjög vel.

Eftirtaldir nemendur Valhúsaskóla náðu afburða góðum árangri:

Ómar Ingi Halldórsson sigraði keppni fyrir 8. bekk.

Margrét Rán Rúnarsdóttir var í fimmta sæti í keppni fyrir 8. bekk.

Bjarki Daníel Þórarinsson var í sjötta sæti í keppni fyrir 9. bekk.

Kári Rögnvaldsson var í öðru sæti í keppni fyrir 10. bekk.

Stórglæsilegur árangur! Til hamingju krakkar:)