Skólinn
Fréttir

Nýtt starfsfólk

24.8.2017 Fréttir

Óvenjumiklar breytingar verða í starfsmannahópi í Grunnskóla Seltjarnarness þetta árið.  Þetta helgast m.a. af því hve starfsmannahald hefur verið stöðugt undanfarin ár sem þýðir að margir starfsmenn eru að hætta eða minnka við sig sökum aldurs þó einhverjir hafi ákveðið að leita á önnur mið.  Við bjóðum nýtt starfsfólk velkomið til starfa og teljum það upp hér fyrir neðan:

Mýrarhúsaskóli:

Birna Friðgeirsdóttir umsjónarkennari í 2. bekk

Lilja Sif Bjarnadóttir – umsjónarkennari í 3. bekk

Aðalheiður M. Steindórsdóttir – umsjónarkennari í 4. bekk

Berta Hrönn Einarsdóttir – umsjónarkennari í 4. bekk

Kristján Geir Þorsteinsson – umsjónarkennari í 5. bekk

Fríða Sigurðardóttir – umsjónarkennari í 5. bekk (var áður í íþróttakennslu í G.S.)

Ólöf Katrín Þórarinsdóttir – kennari í 5. bekk

Kristján Geir Þorsteinsson – íþróttakennari

Una Guðrún Einarsdóttir - sérkennsla

Valhúsaskóli:

Ása Björk Matthíasdóttir – kennari í íslensku

Bjargey Aðalsteinsdóttir – kennari í heimilisfræði

Grímur Bjarnason – kennari í stærðfræði og umsjónarkennari í 8. bekk

Þorbjörg Erla Sigurðardóttir – kennari í dönsku og umsjónarkennari í 7. bekk

Valentin Jules Georges Dezalle – kennari í dönsku

Ragnhildur Birgisdóttir – bókasafnsfræðingur og kennari

Laufey Alda Sigvaldadóttir og Þorleifur Örn Gunnarsson færðu sig úr Mýrarhúsaskóla í Valhúsaskóla