Skólinn
Fréttir

Göngum í skólann

28.8.2017 Fréttir

Göngum í skólann verkefnið okkar hefst á morgun, þriðjudaginn 29. ágúst, og stendur til 11. september. Þetta er í 11.  sinn sem Ísland er þátttakandi í þessu verkefni og stöðugt bætast fleiri skólar í hópinn. Við höfum verið með frá upphafi. Í fyrra voru yfir 60 skólar á landinu skráðir til leiks.         

Markmið verkefnisins er m.a. að:

·         hvetja til aukinnar hreyfingar

·         auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann

·         fræða nemendur um ávinning reglulegrar hreyfingar

·         að draga úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum.

·         að reyna að stuðla að vitundarvakningu fyrir vistvænan ferðamáta um hversu „gönguvænt“ umhverfið er.

 

Við hvetjum foreldra til að fylgja yngstu börnunum, gangandi eða hjólandi og nota þá tækifærið og kenna þeim öruggustu leiðina í skólann. Allir bekkir fá viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna og veitt verða þrenn verðlaun fyrir bestan árangur. Þær bekkjardeildir sem ná bestum árangri fá gull-, silfur- eða bronsskóinn til varðveislu þar til næsta Göngum í skólann keppni verður í vor. Auk þess fær sá árgangur sem nær bestu heildarþátttökunni GRÆNA SKÓINN.