Skólinn
Fréttir

Samræmdu prófin

25.9.2017 Fréttir

Nemendur í 7. bekk tóku samræmt próf í stærðfræði og íslensku í lok síðustu viku. Þetta er í annað sinn sem notuð eru rafræn próf í þessum árgangi og tókst þetta mjög vel. Hópnum var skipt í tvennt og fengu nemendur 90 mínútur til að vinna prófið. Á fimmtudag og föstudag í þessari viku munu svo nemendur í 4. bekk taka samræmt próf í íslensku og stærðfræði á sama hátt.