Fréttir
Skáld í skólum
Skáld í skólum er verkefni sem Rithöfundasamband Íslands býður nemendum grunnskólanna og hófst haustið 2006. Í ár komu til okkar Margrét Tryggvadóttir og Davíð Stefánsson. Þau heimsóttu nemendur í 2. og 3. bekk með erindið ,,Platorð og flækjusögur.“ Þar spjölluðu þau um ýmis skemmtileg orð og virkjuðu ímyndunaraflið hjá nemendum. Margrét las líka úr bókinni sinni Sagan af undurfögru prinsessunni og hugrakka prinsinum hennar.