Skólinn
Fréttir

Síðasti skiladagur 10. nóv.

6.11.2017 Fréttir

Við viljum minna á að síðustu skiladagar  í „Jól í skókassa“  eru í þessari viku.  Best er að skila þeim á skrifstofu skólans. Kassarnir verða fluttir úr skólanum föstudaginn 10. nóvember.

Mörg börn hafa fengið skókassa í skólanum til að útbúa gjafir.

Nú þegar eru komnir nokkrir fallegir kassar fullir af gjöfum í skólann og vonandi koma fleiri.

Gleðjum aðra og tökum þátt!

Hvað söfnum við mörgum í ár? Í fyrra voru þeir 108.