Skólinn
Fréttir

Jólastjarnan í Mýró

1.12.2017 Fréttir

Síðastliðinn þriðjudag varð óvænt uppákoma  á sal skólans, en þar voru allir nemendur í  4.-6. bekk samankomnir að hlýða á upplestur  Gunnars Helgasonar.   Inn í salinn stormar Björgvin Halldórsson ásamt sjónvarpsfólki. Hann tilkynnti að Arnaldur Halldórsson nemandi í 6. GIE væri jólastjarnan í ár. Þetta kom Arnaldi og okkur hinum skemmtilega á óvart og var gleðin mikil. Við óskum Arnaldi og fjölskyldu hans innilega til hamingju.