Fréttir
Fyrirlestrar um jákvæð samskipti
Í vikunni kom til okkar Pálmar Ragnarsson og hélt fyrirlestra um jákvæð viðhorf og samskipti fyrir nemendur í 4. - 10. bekk. Þetta voru mjög skemmtilegir fyrirlestrar sem örugglega munu gagnast krökkunum í samskiptum sín á milli. Foreldrafélag skólans hafði veg og vanda af þessum fyrirlestrum og þökkum við þeim kærlega fyrir.