Fréttir
Jólasveinalestur
Í jólafríinu stóð Menntamálastofnun, Félag fagfólks á bókasöfnum og Krakka RUV fyrir lestrarátaki fyrir börn sem kallaðist Jólasveinalestur. Nokkrir krakkar í Mýró tóku þátt. Svo skemmtilega vill til að einn nemandi í 2-SIJ, Lára María Hansdóttir, var dregin út úr hópi þátttakenda og fékk viðurkenningarskjal og bókina AMMA BEST eftir Gunnar Helgason að launum. Verðlaunin voru afhent í morgun í samsöng. Til hamingju Lára, þetta var frábært hjá þér.