Skólinn
Fréttir

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar –  2018

20.3.2018 Fréttir

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Seltjarnarneskirkju  í gær, 19. mars.

Keppendur voru ellefu talsins.  Þeir komu frá Alþjóðaskólanum, Álftanesskóla, Flataskóla, Hofsstaðaskóla, Sjálandsskóla og Grunnskóla Seltjarnarness, Valhúsaskóla.

 Fyrir hönd Valhúsaskóla kepptu Diljá Elíasdóttir og Kristinn Rúnar Þórarinsson. Varamaður var  Ólafur Björgúlfsson.

 Nemendur lásu samfelldan texta úr skáldsögunni  Strokubörnin á Skuggaskeri eftir Sigrúnu Eldjárn, ljóð eftir Ólaf Jóhann Sigurðsson og ljóð að eigin vali.

 Harri Hreinsson og Þórhildur Helga Hallgrímsdóttir, nemendur í 8.bekk fluttu kynningar á skáldum keppninnar.

 Allir þátttakendur stóðu sig mjög vel en úrslit keppninnar urðu þau að

Ari Jónsson, Sjálandsskóla varð í 1.sæti, Aðaldís Emma Baldursdóttir, Flataskóla, í 2.sæti og Hulda Sóley Kristbjarnardóttir, Alþjóðaskólanum, í 3.sæti.

 Lúðrasveit Tónlistarskóla Seltjarnarness lék í anddyri  áður en dagskráin hófst. Auk þess voru söngatriði frá Hofsstaðaskóla og Flataskóla.

 Hátíðinni lauk með því að lesarar fengu bókargjöf  og sigurvegarar auk þess peningaverðlaun og viðurkenningarskjal frá Röddum, samtökum um vandaðan upplestur og framsögn.  Varamenn fengu bókargjöf frá Seltjarnarnesbæ.

 

Veitingar í hléi voru í boði Mjólkursamsölunnar og Seltjarnarness.