Skólinn
Fréttir

Glæsilegir fulltrúar Valhúsaskóla í Stærðfræðikeppni grunnskóla og Pangea stærðfræðikeppni

13.4.2018 Fréttir

Stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanemendur var haldin í sautjánda sinn í Menntaskólanum í Reykjavík þann 13. mars síðast liðinn. Verðlaunaafhending fór fram á hátíðasal Menntaskólans í Reykjavík sunnudaginn 8. apríl. Valhúsaskóli átti 34 fulltrúa í keppninni að þessu sinni sem stóðu sig allir mjög vel. Keppnin var gríðarlega jöfn og munaði aðeins örfáum stigum á milli tíu efstu sæta á hverju stigi. Nokkrir nemenda okkar komust í eitt af tíu efstu sætum keppninnar sem er afar vel af sér vikið. Þeir eru:

Bjarki Daníel Þórarinsson 10. ÓGS, 9. sæti

Ómar Ingi Halldórsson 9. BDM, 4. sæti

Hallgrímur Haraldsson 9. KLV, 10. sæti

Ísak Norðfjörð 8. RMÓ, 5. sæti

Þátttakendur keppninnar í MR voru 346 talsins og komu frá Austurbæjarskóla, Árbæjarskóla, Foldaskóla, Hagaskóla, Háaleitisskóla, Háteigsskóla, Hlíðaskóla, Ingunnarskóla, Kársnesskóla, Kópavogsskóla, Landakotsskóla, Langholtsskóla, Lágafellsskóla, Réttarholtsskóla, Sunnulækjarskóla, Tjarnarskóla, Valhúsaskóla, Varmárskóla, Vogaskóla og Vættaskóla. Keppt var í þremur stigum, fyrir 8. bekk, 9. bekk og 10. bekk. Nemendur í 10 efstu sætum á hverju stigi fengu viðurkenningarskjal frá MR og reiknivél en þrír efstu á hverju stigi fengu einnig peningaverðlaun.

Nemendur Valhúsaskóla tóku einnig þátt í hinni alþjóðlegu Pangea stærðfræðikeppni. Þátttakendur hér á Íslandi voru 2700 talsins. Sú keppni fór fram í þremur áföngum. Tvær undanúrslitakeppnir hér í Valhúsaskóla og lokakeppni sem haldin var í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Þeir nemendur okkar sem komust alla leið í lokakeppnina og stóðu sig því einstaklega vel voru:

Fróði Jónsson 8. HDB, Haraldur Jóhannessen 8. GB, Ísak Norðfjörð 8. RMÓ, Ragnar Björn Bragason 8. GB, Valeria Bulatova 8. RMÓ, Vilborg María Arnardóttir Kuzminova 8. RMÓ, Hallgrímur Haraldsson 9. KLV 

og Júlía Óskarsdóttir 9. BDM. 

Glæsilegur árangur krakkar!