Skólinn
Fréttir

Skólalok 

23.5.2018 Fréttir

Kennsla verður samkvæmt stundaskrá fram að mánaðarmótum með nokkrum undartekningum. 
3. bekkingar fara í Sorpu 23. maí.
1. bekkingar fara í sveitina, Miðdal í Kjós, 24. maí.
4. bekkingar fara í gróðursetningarferð að Bolaöldum 31. maí. 
Þann 1. júní fara 5. bekkingar í Víkingasafnið í Reykjanesbæ og 6. bekkingar skoða Egilssýninguna í Borgarnesi. Aðrir árgangar fara í göngu- og hjólaferðir í nágrenninu.

Skólaslit
Útskrift í 10. bekk er í Seltjarnarneskirkju mánud. 4.6. kl. 17:00
Skólaslit verða 5. júní. Nemendur mæta á sal skólans, þar sem skólastjóri kveður þá og fara síðan í bekkjarstofur með kennara.
kl 9:00 - 1. og 2. bekkir
kl 9:30 - 3.-5. bekkir
kl 10:00 kveðjustund 6. bekkinga á sal skólans. Foreldrar eru hvattir til að mæta.
kl 11:00 -  7. - 9. bekkur í Miðgarði í Való