Skólinn
Fréttir

Hvatningarverðlaun Kóðans á Nesið

28.5.2018 Fréttir

Laugardaginn 26.5. voru veitt í Háskólanum í Reykjavík hvatningarverðlaun Kóðans en þau eru hluti af Nýsköpunarkeppni grunnskólanna. Að þessu sinni komu verðlaunin í hlut Grunnskóla Seltjarnarness og Seljaskóla.

Kóðinn 1.0 eru forritunarleikar fyrir krakka í 6. og 7. bekk en þar er tekist á við vikulegar áskoranir á micro:bit smátölvunni sem tengjast tölvum, forritum, snjallsímum, internetinu og fleira og fleira. http://krakkaruv.is/heimar/kodinn

Fyir hönd skólans veittu þau Heimir Móses S. Davíðsson og Þorbjörg Lilja Guðmundsdóttir, bæði í 6. bekk verðlaununum viðtöku, en þau hafa bæði verðið sérlega áhugasöm og dugleg  að aðstoða samnemendur sína við forritun.

Í verðlaun hlaut skólinn lítinn robot sem hægt er að forrita með micro:bit smátölvunni.