Fréttir
Göngum í skólann
Ágætu foreldrar/forráðamenn barna í 1.-6. bekk.Göngum í skólann- verkefnið 2018 hefst þriðjudaginn 4. september. Verkefnið er alþjóðlegt og taka milljónir barna víðs vegar um heiminn þátt í því með einum eða öðrum hætti. Grunnskóli Seltjarnarness hefur verið með frá upphafi og er þetta 12. árið sem við tökum þátt. Dagana 4. - 17. september helgum við þessu verkefni og leggjum áherslu á að nemendur gangi eða hjóli í skólann. Nemendur munu einnig vinna ýmis verkefni tengd umferðinni. Allir bekkir fá viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna.
Markmið verkefnisins eru meðal annars:
. hvetja til aukinnar hreyfingar
. auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann
. fræða nemendur um ávinning reglulegrar hreyfingar.
. að draga úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum.
. að reyna að stuðla að vitundarvakningu fyrir vistvænan ferðamáta um hversu "gönguvænt" umhverfið er.
Við hvetjum foreldra til að fylgja yngstu börnunum, gangandi eða hjólandi og nota þá tækifærið og kenna þeim öruggustu leiðina í skólann.
Við minnum á að samkvæmt umferðarlögum má ,,barn yngra en 7 ára má eigi hjóla á akbraut nema undir leiðsögn og eftirliti manns sem náð hefur 15 ára aldri".
Samkvæmt reglugerð nr. 631/1999 eiga börn undir 15 ára aldri að nota hjálm við hjólreiðar.
Nokkuð hefur verið um að börn og foreldrar hjóli á skólalóðinni, en af öryggisástæðum er það alveg bannað.
Með góðri kveðju, stjórnendur