Skólinn
Fréttir

Nemendur á ferð og flugi

24.9.2018 Fréttir

Þessar vikurnar eru nemendur í 5. og 6. bekkjum á faraldsfæti. Nemendur í 5. bekk hafa verið að fara í Vísindasmiðju HÍ, þar sem þeir fá að kynnast vísindum á lifandi og gagnvirkan hátt. Nemendur í 6. bekk hafa verið á vinnumorgnum í Húsdýragarðinum, þars sem þeir gerast dýrahirðar og kynnast hinum ýmsu störfum í tengslum við húsdýrin. Krakkarnir hafa að sjálfsögðu verið til fyrirmyndar, bæði í Húsdýragarðinum og Vísindasmiðjunni, verið áhugasamir og prúðir.