Skólinn
Fréttir

Slysavarnakonur

30.10.2018 Fréttir

Í síðustu viku fengum við góða heimsókn frá konum í Slysavarnadeildinni Vörðunni á Seltjarnarnesi sem gáfu öllum nemendum í 1. - 6. bekk endurskinsmerki. Jafnframt fengu allir nemendur í 1. bekk afhent endurskinsvesti til að hafa hér í skólanum og nota þegar þau fara í vettvangsferðir á skólatíma. Við þökkum Slysavarnardeildinni Vörðunni, sem fagnar 25 ára afmæli á næstunni, kærlega fyrir okkur.