Skólinn
Fréttir

Dagur íslenskrar tungu

20.11.2018 Fréttir

Föstudaginn 16. nóvember var dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur að vanda og sýningar settar upp í salnum. 1. bekkur söng íslenskt þjóðlag – Austan kaldinn á oss blés, 5. bekkur flutti ljóðið Ég bið að heilsa eftir Jónas Hallgrímsson og 3. bekkur flutti leikþátt um ævi Jónasar. Við fengum líka góða gesti af elstu deild leikskólans.