Fullveldið 100 ára
Í síðustu viku voru þemadagar í Mýró þar sem fjallað var um fullveldið. 1. bekkingar tóku fyrir íslenska fánann fyrr og nú. Í 2. bekk var fjallað um leikföng og 3. bekkingar skoðuðu fatnað fólks og þá sérstaklega þjóðbúninginn okkar. Nemendur í 4. bekk skoðuðu gamlar auglýsingar og kynntu sér mat, skemmtanir og brandara frá þessum tíma. Í 5. bekk var búið til stórt landakort og merkt inn hvar áhrif hörmunga ársins 1918 voru mest. 6. bekkingar bjuggu til 11 stuttmyndir þar sem fjallað var um helstu atburði ársins 1918.
Afrakstur þemadaganna má sjá á göngum skólans næstu daga. Allir voru áhugasamir og skiluðu góðu verki.
Myndir frá þemadögunum eru á heimsíðu skólans undir myndasafn.