Skólinn
Fréttir

Stóra upplestrarkeppnin 2019

11.3.2019 Fréttir

Undankeppni fyrir lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2019 fór fram á bókasafni Valhúsaskóla föstudaginn, 8. mars.

Ellefu nemendur í 7. bekk lásu upp og stóðu sig allir með prýði. Þeir fengu bókargjöf frá skólanum fyrir þátttökuna, Silfurlykilinn eftir Sigrúnu Eldjárn.

Tveir nemendur voru valdir til að taka þátt í lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fyrir hönd Grunnskóla Seltjarnarness, Valhúsaskóla.

Þeir eru Agnes Sólbjört Helgadóttir og Jens Heiðar Þórðarson. Auk þess var James Eiríkur Hafliðason valinn sem varamaður. Við óskum þeim góðs gengis í lokakeppninni og öllum nemendum sem tóku þátt til hamingju með frammistöðuna.

Lokahátíðin fer fram í Garðabæ, 27. mars n.k.