Skólinn
Fréttir

Stærðfræðikeppni grunnskóla 2019

5.4.2019 Fréttir

Valhúsaskóli tók þátt í stærðfræðikeppni grunnskóla þann 5. mars síðast liðinn. Í ár voru þátttakendur keppninnar 330 talsins og komu frá 20 skólum. Valhúsaskóli hefur tekið þátt í keppninni frá upphafi, árið 2001, og alltaf unnið til verðlauna ásamt því að eiga ávalt fjölmennasta keppendahópinn. Í ár kepptu 47 nemendur fyrir hönd Valhúsaskóla.

Keppt var í 3 flokkum: 8. bekk, 9. bekk og 10. bekk og verðlaun veitt fyrir tíu efstu sætin í hverjum flokki.

MR keppnin er skemmtileg en ekki auðveld og örfáum stigum getur munað á milli keppenda.

Verðlaunahafar í stærðfræðikeppni grunnskóla árið 2019 eru:

10. bekkur

Ómar Ingi Halldórsson 10. BDM 2. sæti

Hallgrímur Haraldsson 10. KLV 8. sæti

9. bekkur

Ísak Norðfjörð 9. DG 3. sæti

8. bekkur

Kári Haraldsson 8. ÓGS 8. sæti

Við þökkum öllum þátttakendum fyrir að vera skólanum okkar til sóma og verðlaunahöfum til hamingju með þennan glæsilega árangur.

Við erum stolt af ykkur öllum.