Skólinn
Fréttir

Skólaslit

23.5.2019 Fréttir

Ágætu foreldrar

Sú breyting hefur verið gerð á skóladagatali 2018-2019 að skólaslit hafa verið flutt fram um einn dag hjá 1.-9. bekk.  Í stað þess að vera föstudaginn 7. júní verða þau fimmtudaginn 6. júní.  Þann dag er vorhátíðin haldin frá kl. 9:00 – 11:30. Að þeirri dagskrá lokinni fara nemendur í 1.-5. bekk í Mýró og 7.-9. bekk í Való   í sínar stofur með umsjónakennurum og fá afhentan vitnisburð. Formleg skólaslit fyrir 6. bekk verða á sal Mýró kl. 12:00. Skólaslit hjá 10. bekk verða síðan kl. 17:00 í Seltjarnarneskirkju. Þessi breyting er gerð vegna námsferðar starfsfólks til Brighton sem stendur frá 7. júní – 12. júní.

Bestu kveðjur

Stjórnendur