Skólinn
Fréttir

Nýtt skólaár

14.8.2019 Fréttir

Ágætu foreldrar/forráðamenn barna í Grunnskóla Seltjarnarness 

Við bjóðum ykkur velkomin til samstarfs skólaárið 2019-2020.  Skólaárið byrjar sem fyrr með viðtölum við nemendur og foreldra.  

22. og 23. ágúst og munu nemendur í 2.-10. bekk mæta ásamt foreldrum í viðtöl til umsjónarkennara.                                           

Eftir hádegi fimmtudaginn 15. ágúst, munu umsjónarkennarar opna fyrir viðtalstíma á Mentor, þar sem foreldrar velja sér tíma til að koma í viðtölin. Umsjónarkennarar munu senda heim eyðublöð sem við vonumst til að foreldrar aðstoði börn sín við að fylla út. Ef einhverjir geta ekki prentað út heima er hægt að sækja útprentuð eyðublöð á skrifstofu skólans.  Foreldrar 1. bekkinga fá bréf frá umsjónarkennaranum með upplýsingum um viðtalstímann o.fl.  

Megintilgangurinn með þessum viðtölum er að auka ábyrgð nemenda á eigin námi og þjálfa þá í að leggja mat á eigin vinnubrögð og  frammistöðu auk þess að setja sér markmið. Þetta fyrirkomulag gefur foreldrum og nemendum einnig tækifæri til ræða við umsjónarkennara í upphafi skólaárs um eitt og annað sem þeim liggur á hjarta.   

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 26. ágúst.  

Eins og síðastliðið ár verða engir námsgagnalistar birtir þar sem skólinn útvegar öll námsgögn, stílabækur og möppur, auk þess sem nemendur hafa aðgang að þeim ritföngum, sem þeir þurfa að nota, í skólanum. Nemendur í 7.-10. bekk munu ekki fá reiknivélar í skólanum enda þurfa þeir að nota reiknivélar bæði heima og í skólanum. Reiknivélin sem mælt er með að nemendur í 9. og 10. bekk eigi er Casio vísindareiknivél FX-350. 

 

Með góðri kveðju, skólastjórnendur