Skólinn
Fréttir

Íslensku Barnabókaverðlaunin

15.10.2019 Fréttir

Íslensku Barnabókaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í skólabókasafni Valhúsaskóla fimmtudaginn 11. október. Verðlaunin hlaut að þessu sinni Snæbjörn Arngrímsson fyrir bók sína Rannsóknin á leyndardómum eyðihússins. Tveir lestrarhestar og  nemendur úr 9. bekk í Való, þau Guðmundur Brynjar Þórarinsson og Svanborg Ása Arnarsdóttir, aðstoðuðu dómnefndina við störf sín og lásu svo kafla upp úr verðlaunabókinni á athöfninni sjálfri. Samnemendum þeirra úr 9. bekk var sérstaklega boðið að vera við athöfnina og tveir úr þeirra hópi léku á hljóðfæri, þeir Kristinn Rúnar Þórarinsson sem spilaði á saxafón og Birnir Orri Birnisson sem lék á gítar. Sem þakklætisvott fyrir vinnu þeirra Guðmundar Brynjars og Svanborgar Ásu fékk skólabókasafnið bókagjöf sem innihélt auðvitað meðal annars árituð eintök af verðlaunabókinni.