Skólinn
Fréttir

Skáld í skólum

5.11.2019 Fréttir

Í morgun kom Bjarni Fritzson rithöfundur og las upp úr bók sinni Orri óstöðvandi, hefnd glæponanna. Sævar Helgi Bragason og Eva Rún Þorgeirsdóttir fjölluðu um töframátt bókanna og hvernig þær geta breytt heiminum. Villi vísindamaður og Linda Ólafsdóttir teiknari sögðu sögu og teiknuðu með aðstoð krakkanna í 3. og 4. bekk.
Takk kærlega fyrir þessar heimsóknir sem allir höfðu gaman af.