Skólinn
Fréttir

Þakkir

12.11.2019 Fréttir

Innilegar þakkir fyrir 142 gjafir í „jól í skókassa“ verkefninu í Grunnskóla Seltjarnarness í ár sem bárust frá nemendum, foreldrum þeirra og starfsfólki skólans. Hver einasta gjöf skiptir máli því hún er gjöf til barns sem býr við mjög erfiðar aðstæður í Úkraínu hvort sem það er munaðarlaust, fatlað, sjúkt eða býr við fátækt. Þetta eru jafnmargar gjafir eins í fyrra sem er frábært. Með þessum gjöfum gleðjum við 142 börn sem fá jólagjöf um þessi jól. Í ár söfnuðust um 4.656 gjafir á landinu öllu og er þetta í sextánda sinn sem þessi söfnun fer fram. Kærar þakkir fyrir fallegar gjafir og góða þátttöku.