Skólinn
Fréttir

Dagur íslenskrar tungu í Mýró

18.11.2019 Fréttir

Laugardaginn 16. nóvember var dagur íslenskrar tungu. Venju samkvæmt var að því tilefni var blásið til fagnaðar í Mýró síðastliðinn föstudag og settar upp sýningar í salnum. 1. bekkur söng Stafrófsvísur eftir Þórarinn Eldjárn, 5. bekkur flutti ljóðið Bókagleypir eftir Þórarinn Eldjárn og 3. bekkur flutti leikþátt um ævi Jónasar Hallgrímssonar. Krakkarnir stóðu sig að vanda með prýði og gerðu daginn hátíðlegan.

Það eru margar myndir frá hátíðarhöldunum á heimasíðu skóans undir myndasafn.