Skólahald og óveður
Að gefnu tilefni skal tekið fram að Grunnskóli Seltjarnarness er ávallt opinn og tekur á móti nemendum, nema annað sé sérstaklega tekið fram. Viðbrögð grunnskóla vegna óveðurs eru samræmd fyrir allt höfuðborgarsvæðið og tilkynningar til foreldra um röskun á skólastarfi eru sendar út í samræmi við tilmæli frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins (SHS).
Í leiðbeiningum frá SHS er tekið fram að foreldrar leggi ávallt sjálfir mat á það hvort fylgja þurfi barni í grunnskóla, óháð því hvort tilkynning hafi borist frá yfirvöldum. Meti foreldrar aðstæður svo að ekki sé óhætt að börn þeirra sæki skóla, skulu þeir tilkynna skólanum um það og lítur skólinn á slík tilvik sem eðlilegar fjarvistir. Sama gildir ef börn eða foreldrar lenda í vandræðum á leið sinni til skóla og verða frá að hverfa
Tilmæli SHS um viðbrögð skóla og forleldra/forráðamanna við óveðri má lesa í heild sinni á http://shs.is/index.php/fraedsla/roskun-a-skolastarfi/