Skólinn
Fréttir

Verkfalli frestað

24.3.2020 Fréttir

Ágætu foreldrar/ forráðamenn nemenda í Grunnskóla Seltjarnarness

 

Þær ánægjulegu fréttir voru að berast að búið sé að fresta verkfalli Eflingar frá miðnætti í kvöld. Það þýðir að ræstingafólkið okkar mætir til vinnu í fyrramálið og þrífur skólann. Þar sem ekki hefur verið þrifið í nokkuð langan tíma og í ljósi aukinna krafna til þrifa og sótthreinsunar munum við nota morgundaginn til þess að gera húsnæðið tilbúið til þess að taka á móti nemendum. Skólahald mun svo hefjast  fimmtudaginn 26.mars samkvæmt því skipulagi sem sent var út í síðustu viku með nokkrum breytingum. Skipulagið verður sent út aftur seinna í dag.

 

Skjólið fyrir 1.-2. bekk mun fara af stað á morgun miðvikudag frá kl. 11:00 – 15:00. Nemendur sem munu nýta sér þessa þjónustu verða í sínum heimastofum og starfsfólk Skjólsins kemur þangað

 

Við biðjum þá foreldra sem ætla ekki að senda börn sín í skólann og/eða nýta þjónustu Skjólsins að láta skrifstofuna vita.

 

Foreldrar eru vinsamlegast beðnir um að koma ekki inn í skólann heldur fylgja börnum sínum að inngangi og gefa sig fram við starfsmann í anddyri þegar barn er sótt í lok dag.


Dear parents

The strike  that has been ongoing has been resolved. This means that tomorrow the school will be cleaned and that the students will come to school on Thurseday 26.mars according to a timeplan we will send later today. 

If parents decide not to send their children to school please let us know