Skólinn
Fréttir

Dagur íslenskrar náttúru

22.9.2020 Fréttir

Dagur íslenskrar náttúru var 16. september sl. og í tengslum við daginn unnu nemendur í 5. bekk með loftslagsbreytingar og hvað hver og einn getur gert til að leggja sitt af mörkum til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Börnin völdu sér viðfangsefni m.a. matarsóun, plastmengun, ferðamáta, endurvinnslu og endurnýtingu og unnu í framhaldinu fjölbreytt og skrautleg hvatningaveggspjöld.