Skólinn
Fréttir

Jól í skókassa

„Jól í skókassa“ er byrjað á ný.

20.10.2020 Fréttir

Líkt og undanfarin ár tekur skólinn þátt í verkefninu „Jól í skókassa“. Það felst í því að fá börn og fullorðna til þess að gleðja börn í Úkraínu sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim jólagjafir sem eru settar í skókassa. Hægt er að fá tóma skókassa í skólanum og eru þeir við útgöngudyr skólans á tveim stöðum meðan birgðir endast.

Í fyrra söfnuðust 142 jólagjafir. Spennandi verður að fylgjast með hve mörgum jólagjöfum við söfnum í ár. Síðasti skiladagur í skólanum er fimmtudaginn 12. nóvember.

Þetta er kjörið verkefni fyrir fjölskylduna að vinna saman og vinahópa. Það er gaman að gleðja aðra.

Nánari upplýsingar og myndir frá afhendingu gjafanna má nálgast á: www.kfum.is/skokassar

Bréf um verkefnið er sent til foreldra í gegnum Mentor.