Skólinn
Fréttir

Jól í skókassa

6.11.2020 Fréttir

Kæru foreldar og forráðamenn barna í Mýrarhúsaskóla!

Við viljum minna á að síðustu skiladagar  í „Jól í skókassa“  eru í næstu viku.  Það má koma með gjafirnar þegar kassinn er tilbúinn. Síðasti skiladagur er föstudaginn 13. nóvember.

Best er að skila þeim til umsjónarkennara barnsins. Kassarnir verða fluttir úr skólanum eftir hádegi föstudaginn 13. nóvember.

Mörg börn hafa fengið skókassa í skólanum til að útbúa gjafir og það er nóg til af þeim hér. Verslunin Ellingsen safnaði kössunum fyrir okkur og þökkum við þeim kærlega fyrir aðstoðina.

Nú þegar eru komnir nokkrir fallegir kassar fullir af gjöfum í skólann og vonandi koma fleiri.

Gleðjum aðra og tökum þátt!

Hvað söfnum við mörgum í ár? Í fyrra voru þeir 142.

Hægt er að skila „jól í skókassa“gjöfunum í hús KFUM og KFUK á Holtaveg 28, Reykjavík,. Skrifstofan þar er opin mánudag til fimmtudags 9 – 17 og föstudag 9 – 16. Laugardaginn 14. nóvember kl. 11 – 16 er sérstakur móttökudagur þar og strangar sóttvarnarreglur gilda.