Skólinn
Fréttir

Jól í skókassa - takk fyrir að taka þátt

16.11.2020 Fréttir

Kærar þakkir fyrir fallegar gjafir og góða þátttöku í „jól í skókassaverkefninu í Grunnskóla Seltjarnarness. Í ár söfnuðu nemendur, foreldrar þeirra og starfsfólk skólans 122 gjöfum og með þessum gjöfum gleðjum við 122 börn sem fá jólagjöf um þessi jól. Hver einasta gjöf skiptir máli því hún er gjöf til barns sem býr við mjög erfiðar aðstæður í Úkraínu hvort sem það er munaðarlaust, fatlað, sjúkt eða býr við fátækt. Á landinu öllu söfnuðust 4.382 gjafir.