Skólinn
Fréttir

Jólamyndasamkeppni

9.12.2020 Fréttir

Í dag var tilkynnt hver er vinningshafi í jólamyndasamkeppni fyrir jólakort Gróttu. Þetta er í 2. skiptið sem nemendur í 4. bekk í Mýró taka þátt í þessu verkefni með Gróttu. Myndirnar í ár voru mjög vel gerðar og ekki einfalt fyrir dómnefndina að velja. En það tókst og vinningshafinn í ár er Magnus Andreas í 4 – HEB og mun mynd hans prýða jólakort íþróttafélagsins Gróttu. Þau Júlía Karitas í 4 –  GUG, Ísadóra Diljá í 4 – GJ og Garðar Sigur í 4 – HEB fengu einnig viðurkenningu fyrir sínar myndir.