Fréttir

Kennaranemi frá Danmörku
Meginmál
Í Valhúsaskóla erum við svo heppin að hafa kennaranema frá Danmörku. Þetta er hún Sidsel Dunkan Witt, 27 ára frá Næstved. Sidesl er á sínu þriðja ári í kennaranáminu og þetta er hennar önnur æfingakennsla. Fyrri æfingakennslan var í hinum þekkta einkaskóla í Næstved, Herlufsholm Skole. Sidsel hefur fylgst með dönskukennslu í Való og kemur inn og kennir aðallega í 10.bekk. Sidsel kom til okkar í byrjun janúar og verður fram í lok febrúar.