Göngum í skólann hefst á morgun
Göngum í skólann hefst á morgun 9. september og stendur til og með 22. september. Þá leggjum við áherslu á að nemendur gangi eða hjóli í skólann.
Allir bekkir fá viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna.
Markmið verkefnisins eru meðal annars:
. hvetja til aukinnar hreyfingar
. auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann
. fræða nemendur um ávinning reglulegrar hreyfingar.
. að draga úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum.
. að reyna að stuðla að vitundarvakningu fyrir vistvænan ferðamáta um hversu "gönguvænt" umhverfið er.
Við hvetjum foreldra til að fylgja yngstu börnunum, gangandi eða hjólandi og nota þá tækifærið og kenna þeim öruggustu leiðina í skólann. Við minnum líka á að það er skylda að vera með hjálm ef nemendur koma á hjóli.