Skólinn
Fréttir

Kæru foreldrar/forráðamenn

18.8.2009 Fréttir

1.  Eitt símanúmer 5959-200.
Unnið hefur verið að endurskipulagningu símkerfis skólans til að bæta
þjónustu.  Skólinn er nú með eitt símanúmer og svarað í annaðhvort
Mýrarhúsaskóla eða Valhúsaskóla.  Svari á hvorugum staðnum er svarað í
þjónustuveri bæjarins.  Foreldrar geta tilkynnt veikindi eða önnur forföll
nemenda á báðum starfsstöðvum svo og fengið samband við þá sem þeir óska að
ræða við.  Við hvetjum foreldra einnig til að senda tölvupóst á netföng
skólans myrarhus@seltjarnarnes.is og valhusa@seltjarnarnes.is.

2.  Helga Kristín nýr aðstoðarskólastjóri í Valhúsaskóla og Ólína
Erlendsdóttir nýr ritari í Valhúsaskóla
Helga Kristín leysir Baldur af sem er í námsleyfi í vetur en hún er mörgum
Seltirningum vel kunn enda hefur hún starfað hér við góðan orðstýr í fjölda
ára.  Ólínu þekkja örugglega margir líka en hún starfaði í fjölda ára sem
skólaritari í Mýrarhúsaskóla, við bjóðum hana velkomna til starfa.

3.  Inflúensa
Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum gengur nú yfir heimsfaraldur
inflúensu A(H1N1).
Sóttvarnarlæknir og almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra hafa sent frá
sér bréf með upplýsingum til foreldra þar sem meðal annars kemur fram að
faraldurinn er tiltölulega vægur og því mun skólastarf hefjast með
eðlilegum hætti næstu daga. Bréfið er meðfylgjandi þessum pósti.  Foreldrar
eru hvattir til að vera í góðu samstarfi við skólann nú sem endranær komi
til veikinda barna þeirra. Góðar upplýsingar er að finna á slóðinni
http://www.influensa.is/

Í samvinnu við Menntamálaráðuneytið og Fræðslusvið bæjarins hafa
skólastjórnendur unnið viðbragðsáætlun vegna inflúensufaraldurs fyrir
Grunnskóla Seltjarnarness.  Viðbragðsáætlunin er aðgengileg á vefsíðu
skólans.

4.  Takmörkuð þjónusta skrifstofu á skólasetningardag!
Þar sem skólaritarar, húsverðir, skólaliðar, stuðningsfulltrúar og
starfsfólk í Skólaskjóli verða á námskeiði á skólasetningardaginn verður
skert þjónusta á skrifstofu skólans.  Við biðjumst afsökunar á þessu en
þetta var eini dagurinn sem við gátum fengið þennan frábæra leiðbeinanda
til að hefja námskeiðið sem stendur í allan vetur. Ég hvet foreldra til að
vera í sambandi við skrifstofu fyrir helgi eða á þriðjudaginn ef þeir
þarfnast úrlausnar s.s. vegna rafræns Seltjarnarness (mataráskrift,
ávaxtaáskrift, skápamál (Való) o.s.frv).

Með vinsemd,
Guðlaug Sturlaugsdóttir
skólastjóri