Skólinn
Fréttir
DSC05417

Umferðarátak

28.8.2009 Fréttir

 

Vikurnar 31. ágúst - 11. september verður umferðarátak hér í skólanum í tengslum við alþjóðlega átakið Göngum í skólann (sjá http://www.gongumiskolann.is/). Markmið verkefnisins er að hvetja til aukinnar hreyfingar og auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann. Meðal markmiða er einnig að draga úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum og vekja til umhugsunar um það hversu gönguvænt umhverfið er og hvar úrbóta er þörf. Við viljum því hvetja ykkur nemendur til þess að ganga eða hjóla í skólann (muna eftir hjálminum). Með því vonum við að umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda aukist, því mikil umferð er alla jafna við skólana á morgnana. Mikilvægt er að foreldrar/forráðamenn aðstoði börnin við að velja öruggustu leiðina. Þess má geta að gangbrautarvörður er ávallt við gangbrautina við kirkjuna.

 

Kveðja,

skólastjórnendur