Fréttir
Ávaxtastund fer vel af stað
Ávaxtastund
Ávaxtastundin hefur tekist vel. Mjög margir eru í áskrift og nemendur virðast ánægðir með úrvalið. Hver nemandi fær litla litríka skál með nokkrum ávaxtabitum, mismunandi hverju sinni.
Á yngsta stiginu er minna sett í skálarnar, en þar er möguleiki á að skipta út bitum ef bitarnir eru ósnertir og fá þá annað í staðinn. Hver bekkur á yngsta stigi fær aukalega stóra skál með bitum þannig að þeir sem vilja skipta eða vilja meira geta fengið það.