Skólinn
Fréttir
Umferðarátak

Göngum í skólann

Göngum í skólann

21.9.2009 Fréttir

 

Átakinu ,,Göngum í skólann” lauk formlega í Grunnskóla Seltjarnarness föstudaginn 11. september. Heimsátakið er þó enn í gangi og hvetjum við auðvitað alla áfram í því. Átakið gekk vel hér í skólanum og ánægjulegt að sjá hve margir foreldrar sáu sér fært að ganga með yngstu börnunum. Eldri nemendur hafa líka verið duglegir að ganga með yngri systkinum. Þátttakan í átakinu hefur vaxið mikið milli ára og er það mjög ánægjulegt.

Verðlaunagripurinn „Gullskórinn“ var afhentur á yngsta- og miðstigi í dag þeim bekk þar sem hlutfallslega flestir komu gangandi eða hjólandi í skólann. Sigurvegarinn var 4. bekkur A en þau náðu 99% þátttöku, í 2. sæti var 6.-A (98%) og í 3. sæti 5.-C (97%). Það var því mjótt á mununum.

Til hamingju með frábæran árangur 4.-A.