Fréttir
Sigurliðið í Való - Gullskórinn
Gullskórinn
Í dag var afhentur Gullskórinn í annað sinn. Gullskórinn er afhentur þeim bekk sem er duglegastur í átakinu Göngum í skólann, en átakið var í tvær vikur af septembermánuði. Í þriðja sæti var 10ÞHM, í öðru sæti var 9HKH og vinnigshafarnir voru 8ÁV en gaman er að segja frá því að þetta er sami bekkur og sigraði í fyrra. Við óskum 8ÁV til hamingju með sigurinn og vonum að þau haldi áfram að vera dugleg að ganga í skólann.