Skólinn
Fréttir
Lestrarsprettur í okt. 2009

Lesum meira!

8.10.2009 Fréttir

Næstu tvær vikurnar (7. – 21. október) verður lestrarsprettur í skólanum á yngsta og miðstigi.
Það var svo sannarlega örtröð á bókasafninu þegar nemendur voru að ná sér í bækur til þess að lesa. Allir lesa a.m.k. 15 mínútur á dag í skólanum og einnig heima.

Yngri nemendur skrá bækurnar á blað hjá safnkennaranum en þau eldri skrifa bókadóma í sérstaka bókaorma á netinu. Nemendur fá eina baun fyrir hverja bók sem þeir lesa.   Baununum er safnað í stóra krukku á bókasafninu og að lokum fá nemendur að giska á fjölda bauna í krukkunni og þar með fjölda bóka sem hafa verið lesnar í lestrarsprettinum.
Það verður spennandi að fylgjast með hvernig hækkar í krukkunni.

Lestrarsprettur í okt. 2009 Lestrarsprettur í okt. 2009

Lestrarsprettur í okt. 2009 Lestrarsprettur í okt. 2009

Lestrarsprettur í okt. 2009 Lestrarsprettur í okt. 2009

Lestrarsprettur í okt. 2009