Skólinn
Fréttir
4. bekkur á tónleikum

Fjórðu bekkingar á tónleikum

8.10.2009 Fréttir

Sinfóníuhljómsveit Íslands bauð grunnskólanemendum á tónleika 8. október. Flutt var svíta úr balletti Ígors Stravinskíj við gamalt rússneskt ævintýri um Eldfuglinn. Hljómsveitarstjóri var Rumon Gamba og Halldóra Geirharðsdóttir sagði söguna.
Nemendur voru búnir að heyra ævintýrið og nokkur tóndæmi úr verkinu hjá tónmenntakennaranum. Einnig teiknuðu þau myndir af eldfuglinum sem héngu uppi í andyri Háskólabíós.
Þetta var skemmtilegt ævintýri og nemendur voru hæstánægðir með tónleikana.
4. bekkur á tónleikum 4. bekkur á tónleikum

4. bekkur á tónleikum 4. bekkur á tónleikum

4. bekkur á tónleikum 4. bekkur á tónleikum