Fréttir
Jól í skókassa 2009
SÖFNUM JÓLAGJÖFUM HANDA BÁGSTÖDDUM BÖRNUM í ÚKRAÍNU
Nemendur í Mýró og Való og foreldrar þeirra:
Söfnunin heppnaðist mjög vel hjá okkur í fyrra. Við söfnuðum 190 kössum fullum af eigulegum munum og glöddum jafn mörg börn á ýmsum aldri. Endurtökum þetta og gerum jafn vel eða enn betur.
VERKEFNIÐ: Börn og fullorðnir (foreldrar) líma jólapappír/skrautpappír utan á skókassa og einnig á lokið. Lokið þarf að vera laust frá. Láta svo nokkra hluti, eins og ritföng, vettlinga, sokka, leikföng, tannkrem og tannbursta og sælgæti í kassann. Loks er æskilegt að í umslagi fylgi 500-800 krónur til að mæta sendingarkostnaði. Teygja sett utan um kassann. Ath. Valfrjálst er að láta mynd af sér ásamt nafni og heimilisfangi í kassann, þá getur viðtakandinn e.t.v. haft samband. Að síðustu límum við á kassann miða með kyni og aldri barns sem hann á að fá. Miðar eru til í skólanum.
Hugmyndir að gjöfum:
Leikföng: Litlir bílar, boltar, dúkkur, bangsar, jójó, dót sem blikkar eða gefur frá sér hljóð (láta rafhlöður fylgja) o. fl.
Skóladót: Pennar, blýantar, yddari, trélitir, tússlitir, stimplar, litabækur, skrifbækur, pappír, vasareiknir.
Hreinlætisvörur: Tannbursti, tannkrem, sápustykki, greiða, þvottapoki o. fl.
Annað: Peysur, húfur,sokkar, bolir, vettlingar, sólgleraugu, vasaljós (og rafhlöður), hárspennur, úr, litlar myndabækur o. fl. Sælgæti, t.d. sleikjó, brjóstsykur, pez, karamellur.
Ath. Látiðalls ekki fara í kassann:
Illa farna hluti, stríðsdót, leikfangabyssur, leikfangahermenn, hnífa o. s. frv.
Matvöru sem rennur út, t. d. súkkulaði, niðursoðinn matur, kex og slíkt og ekki spilastokka og brothætta hluti.
KÖSSUNUM MÁ SKILA í Mýrarhúsaskóla dagana fyrir og eftir vetrarleyfi. Allra síðasti skiladagur í Mýró er fimmtudagurinn 5. nóvember. Einnig má skila á skrifstofu KFUM og KFUK, Holtavegi 28 virka daga kl. 8-16 og laugardaginn 7. nóv. kl. 11-16 (allra síðasti dagur). Þann dag verður kynning þar á verkefninu og léttar
veitingar í boði (á Holtavegi) og allir velkomnir.