Skólinn
Fréttir
Reykholtsferð 6.bekkinga í október 2009

Reykholtsferð

21.10.2009 Fréttir

Miðvikudaginn 14. október fóru nemendur úr 6. bekkjum í kynnisferð í Reykholt í Borgarfirði. Ferðin var farin í  tengslum við námsefni um Snorra Sturluson.

Séra Geir Waage tók á móti hópnum og leiddi um svæðið. Hann fræddi nemendur um Snorra og samtíð hans. Krakkarnir hlustuðu af athygli enda prestur sögumaður góður. Lauk hann miklu lofsorði á hópinn. Ferðin var ánægjuleg í alla staði.

 Hér eru myndir úr ferðinni.