Fréttir
Verkefni í 5. bekk
Nemendur í 5. bekk hafa verið að lesa smásögur eftir fjóra íslenska rithöfunda. Eftir hverja sögu var unnið verkefni inni í verkefnabók sem nemendur saumuðu saman í upphafi skólagöngu.
Eftir að hafa kynnst bæði sögu og ævi höfunda hófst hópavinna. Hver hópur fékk einn höfund til að vinna með og afla sér upplýsinga um hann. Leitað var að upplýsingum bæði á bókasafni og á veraldavefnum. Hver hópur bjó til blaðsíður inn í svokallaða Höfundabók sem síðan var bundin inn.
Smelltu hér til að sjá myndir af íslenskuhópunum