Skólinn
Fréttir
Comerninus -nov 09

Comenius – Evrópusamstarf – “Culture in a box”

6.11.2009 Fréttir

 

Hópur kennara  og skólastjóra  frá Búlgaríu, Eistlandi, Póllandi og Tyrklandi kom til okkar  í skólann  í vikunni í tengslum við Comeniusarverkefni í lífsleikni, þar sem markmiðið er að stuðla að umburðarlyndi og virðingu gagnvart mismunandi menningu þeirra þjóða sem taka þátt í verkefninu.

Comerninus -nov 09 
Þetta var fyrsti fundur af fimm meðal þjóðanna og er meginmarkmiðið að skapa samstöðu og samlyndi meðal nemenda, kennara og skólasamfélags viðkomandi landa á jafnréttisgrundvelli  án fordóma, hvers kyns óþols, fjandskapar eða útlendingafælni. Þátttakendur munu skiptast á upplýsingum um hvernig skólar í mismunandi Evrópu löndum undirbúa nemendur sína í lífsleikni og til áframhaldandi náms í samfélagi þjóðanna.

Hópurinn hitti stjórnendur og kennara, leit inn í kennslustundir í skólunum og íþróttahúsi og var boðið upp á kynningu og tónleika í Tónlistarskólanum.  Móttökur voru alls staðar til fyrirmyndar  og Nesið skartaði sínu fegursta þessa fyrstu vetrardaga í sól og logni!!

Comerninus -nov 09 Comerninus -nov 09