Skólinn
Fréttir
Jól í skókassa 2009

Jól í skókassa 2009

10.11.2009 Fréttir

Nemendur í Grunnskóla Seltjarnarness-Mýrarhúsaskóla tóku þátt í söfnuninni Jól í skókassa eins og undanfarin ár. Söfnunin gekk mjög vel og það tókst að safna 160 kössum, sem sendir verða Úkraínu.

Kassarnir eru merktir dreng eða stúlku á einhverju vissu aldursbili. Börnin í Úkraínu munu örugglega gleðjast yfir innihaldi þeirra og þeim kærleika sem kössunum fylgir. Rúna Gísladóttir kennari hafði veg og vanda af verkefninu sem fyrr, en fleiri starfsmenn skólans hafa komið til aðstoðar.Jól í skókassa 2009