Skólinn
Fréttir
Listaverk -umhverfisvika-nóv. 2009

Sýning á bókasafni í Valhúsaskóla

12.11.2009 Fréttir

8. RMÓ og 8. ÁV unnu verk sem nú eru til sýnis á bókasafninu  í Való.

  Þetta er afrakstur 4 kennslutíma þar sem hver bekkur fyrir sig, vann ásamt sauma-  og myndmenntakennara  að því að koma hugmyndum sínum í verk.  Sum unnu einstaklingsbundið, en önnur í 2-4 manna hópum.  Markmiðið var að nýta hugmyndaflug, húmor og vitsmuni.   Verkin eru eingöngu  unnin úr efni sem annars hefði verið hent, þ.e. rusli af ýmsu tagi.   Fyrsta tímanum vörðum við í að skoða ýmis endurvinnsluverk, bæði nytjahluti og listaverk.

Myndirnar tala þó skýrustu máli.  Njótið.

 

Hér eru margar myndir af listaverkunum og frá vinnunni sem liggur að baki þeim