Skólinn
Fréttir
3. bekkur-fjöll

3. bekkur er að læra um fjöllin

12.11.2009 Fréttir

Á Seltjarnarnesi er mjög víðsýnt og fjallahringurinn fallegur. Börnin fóru upp á Valhúsahæð að útsýnisskífunni og var fjallahringurinn skoðaður og örnefni rifjuð upp.

3. bekkur-fjöll3. bekkur-fjöll

3. bekkur-fjöll3. bekkur-fjöll

3. bekkur-fjöll

 

Þau læra hvað er fjall, hvað eru þau gömul, hvernig urðu þau til, hvað er bak við þau og á einhver heima við þau eða í þeim?  

Byrjað var að skoða landakort, hæðarlínur, liti og fleira.  Börnin komust að því að Ísland er á skilum tveggja fleka og að gosbelti er þvert yfir Ísland og að þar eru margar eldstöðvar.   Mörg fjöll á Íslandi hafa myndast á eldstöðvum og eru misgömul.  Sumar eldstöðvar eru ennþá virkar o.s.frv.  

Auk fjallanna sem eru í kringum okkur þá eiga börnin í 3. bekk,  eftir að læra um 8 önnur íslensk fjöll.